Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar sendi í dag sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd alþingis álit sitt á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um endurskoðun fiskveiðistjórnunar, þingmál nr 827. Að hennar mati mun frumvarpið, verði það óbreytt að lögum, leiða til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum enda gert ráð fyrir skerðingu aflaheimilda í Eyjum um níu þúsund þorskígildistonn á næstu fimmtán árum eða um 15 prósent.