Mesti vindur á landinu í dag mældist á Stórhöfða. Þar var vindur 39.1 á níunda tímanum og var mesta hviða 50,3 m/s. Þetta kemur fram á nýjum vef Veðurstofunar, gottvedur.is. Veðrið er nú aðeins farið að ganga niður og mældist vindur á tíunda tímanum 34 m/s.
Minnt er á að önnur rauð viðvörun tekur gildi í fyrramálið klukkan 8.00 á Suðurlandi og gildir hún til kl. 13.00. Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 45 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.
Nýjustu veðurathuganir á Stórhöfða má sjá hér að neðan.
Tími | Vindur | Mesti vindur / hviða | Hiti | Raka- stig |
---|---|---|---|---|
Mið 05.02 kl. 22:00 |
![]() |
36 m/s / 45 m/s | 7,5 °C | 78 % |
Mið 05.02 kl. 21:00 |
![]() |
39 m/s / 50 m/s | 6,8 °C | 82 % |
Mið 05.02 kl. 20:00 |
![]() |
39 m/s / 49 m/s | 4,1 °C | 97 % |
Mið 05.02 kl. 19:00 |
![]() |
35 m/s / 48 m/s | 7,6 °C | 96 % |
Mið 05.02 kl. 18:00 |
![]() |
31 m/s / 44 m/s | 7,3 °C | 98 % |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst