Á morgun verður aðalfundur Ísfélagsins. Fram kemur á heimasíðu félagsins að fimm einstaklingar séu í kjöri til aðalstjórnar en framboðsfrestur er liðinn og er því sjálfkjörið í stjórn sem er óbreytt á milli ára. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir.
Þá er lagt til að greiddur verði 2.1 milljarður í arð vegna ársins 2024. Arðgreiðslan sem hlutfall af hagnaði ársins 2024 er 94,4% og jafngildir 2,568 kr. á hvern hlut. Tillagan er í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins sem kveður á um að greiða að lágmarki 30% af hagnaði næstliðins árs í arð til hluthafa.
Þessu tengt: 4,5 milljarða rekstrarhagnaður
Á dögunum fór Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins yfir stöðuna í sjávarútvegi í ítarlegu viðtali við hlaðvarpið Þjóðmál. Einnig fór hann yfir starfsemi Ísfélagsins, skráningu félagsins á markað, samþjöppunina sem þurfti nauðsynlega að eiga sér stað, staðreyndalausa umræðu um greinina, samanburðinn á íslenskum og norskum sjávarútvegi, fyrirhugaða skattahækkun ríkisstjórnarinnar, miklar fjárfestingar í greininni, fjárfestingar í „ótengdum” greinum og margt fleira.
Hlýða má á viðtal Gísla Freys Valdórssonar stjórnanda hlaðvarpsins við Einar í spilaranum hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst