Fór yfir stöðuna í sjávarútvegi
DSC 6624 EIS 2
Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Á morgun verður aðalfundur Ísfélagsins. Fram kemur á heimasíðu félagsins að fimm einstaklingar séu í kjöri til aðalstjórnar en framboðsfrestur er liðinn og er því sjálfkjörið í stjórn sem er óbreytt á milli ára. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir.

Þá er lagt til að greiddur verði 2.1 milljarður í arð vegna ársins 2024. Arðgreiðslan sem hlutfall af hagnaði ársins 2024 er 94,4% og jafngildir 2,568 kr. á hvern hlut. Tillagan er í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins sem kveður á um að greiða að lágmarki 30% af hagnaði næstliðins árs í arð til hluthafa.

Þessu tengt: 4,5 milljarða rekstrarhagnaður

Á dögunum fór Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins yfir stöðuna í sjávarútvegi í ítarlegu viðtali við hlaðvarpið Þjóðmál. Einnig fór hann yfir starfsemi Ísfélagsins, skráningu félagsins á markað, samþjöppunina sem þurfti nauðsynlega að eiga sér stað, staðreyndalausa umræðu um greinina, samanburðinn á íslenskum og norskum sjávarútvegi, fyrirhugaða skattahækkun ríkisstjórnarinnar, miklar fjárfestingar í greininni, fjárfestingar í „ótengdum” greinum og margt fleira.

Hlýða má á viðtal Gísla Freys Valdórssonar stjórnanda hlaðvarpsins við Einar í spilaranum hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.