Foreldrum boðið að vinna við gæslu í skiptum fyrir æfingagjöld
8. júlí, 2010
Eins og undanfarin ár hyggst ÍBV-íþróttafélag að bjóða foreldrum barna sem æfa hjá félaginu, að vinna fyrir æfingagjöldum barnanna. Foreldrar vinna þá við gæslu á Þjóðhátíð gegn niðurfellingu æfingagjaldanna en sami háttur hefur verið hafður á undanfarin ár og hefur fyrirkomulagið mælst vel fyrir. Í bréfi til foreldra og forráðamanna er þeim boðinn þessi kostur en fundur vegna þessa verður haldinn í Týsheimilinu þriðjudaginn 13. júlí klukkan 17.30.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst