Eyjatónleikarnir, Á sama tíma, á sama stað – í tíu ár, fara fram 23. janúar næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Í ljósi stöðunnar fer miðasala af stað undir mjög sérstökum kringumstæðum og með ákveðnum fyrirvörum. Ef staðan verður enn óljós þegar nær dregur, munum við eiga nokkra möguleika í stöðunni, en stefnum alltaf á halda tónleikana. Því verðum við, eins og svo margir aðrir, að spila þetta af fingrum fram og í von um að okkar tryggu gestir sýni okkur skilning. Meðfylgjandi er fréttatilkynning um sjálfa tónleikana.
Þetta hefur verið vinsæl jólagjöf og vonum að svo verði einnig í ár. Við hefjum almenna miðasölu í dag, fimmtudaginn 29.október á harpa.is, tix.is og í miðasölu Hörpu í síma 528-5050. Ef til frestunar tónleikanna kemur, munu miðaeigendur alltaf eiga möguleika á að fá þá endurgreidda strax, svo því sé komið á framfæri.
Við bendum einnig á að vegna stöðunnar eru talsvert færri miðar í boði á tónleikana og því rétt að tryggja sér miða í tíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst