�??Móttakan var virkilega skemmti- leg. �?að var milt og gott veður og Bessastaðir skörtuðu sínu fegursta. Fyrst þegar gestir komu voru þeir beðnir um að skrifa í gestabók en síðan að heilsa forsetahjónunum. Síðan héldu þau hjónin skemmti- lega ræðu þar sem Eliza sérstaklega fór á kostum. Gestir voru hvattir til að skoða Bessastaði eins og þá lysti. �?ví næst voru kræsingar fram reiddar. Margt af gestunum voru sjálfboðaliðar sem höfðu unnið ötullega í kosningabaráttunni og var virkilega gaman að hitta aftur allt þetta ágæta fólk,�?? sagði Eyjakonan og sagnfræðingurinn Jóhanna Ýr Jónsdóttir sem var meðal dyggustu stuðningsmanna Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir kosningarnar í vor.
Var hún viðstödd innsetninguna í Alþingishúsinu á mánudaginn og í móttökunni á Bessastöðum um kvöldið. Á báðum stöðum heilsuðu nýju forsetahjónin, Guðni og Eliza Reid gestum. Athöfnin tengist Vestmannaeyjum á annan hátt því Berglind �?marsdóttir hannaði og saumaði kjólinn sem forsetafrúin klæddist í móttökunni á Bessastöðum. Skartið sem hún bar hannaði Eyjakonan BerglindKristjánsdóttir. �??Annars er gaman að segja frá því að í Alþingishúsinu, eftir sjálfa athöfnina, áttu allir gestir að heilsa þeim hjónum. �?etta tók dágóðan tíma og hver og einn hafði stuttan tíma til að segja eitthvað við þau. �?egar röðin var komin að mér, komst ég þó ekki í að óska þeim til hamingju því Guðni fagnaði mér kumpánlega �??Jóhanna, minn gamli nemandi�?? og fór svo að hrósa vinnu forvarnarhópsins Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum og það gerði Eliza líka. Hve stolt þau væru af þessu og þetta væri vel gert. Alveg hreint lýsandi fyrir þau; þetta var þeirra dagur, en þau vildu frekar fá að hrósa þessu. Gott fólk sem nú situr á Bessastöðum.�?? �?etta er ekki fyrsti kjóllinni sem Berglind hannar og saumar fyrir Elizu en Jóhanna Ýr hafði forgöngu um að leiða þær saman. �??Já, hún var sko glæsileg. �?g vissi, þegar ég kom þeim tveimur í samband fyrst fyrir kosningavökuna, að Eliza myndi kolfalla fyrir hönnuninni hennar Berglindar,�?? sagði Jóhanna.