For­setinn þreytti Guðlaugssund
12. mars, 2024
gudlaugssund_forseti_24_fb
Guðni ásamt sundfélögum sínum. Ljósmynd: Baldur Kristjánsson.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son þreytti Guðlaugs­sund í Laug­ar­dals­laug­inni í dag. Guðni skrifar af þessu tilefni stuttan pistil um afrek Guðlaugs Friðþórssonar og hið hörmulega sjóslys þegar báturinn Hellisey VE 503 sökk árið 1984.

Gefum Guðna orðið:

Guðlaugssund var þreytt í dag. Fólk syndir þá allt að sex kílómetrum til að halda á lofti því afreki Guðlaugs Friðþórssonar að synda til lands eftir að báturinn Hellisey VE 503 sökk um þrjár sjómílur austur af Stórhöfða á Heimaey hinn 11. mars 1984. Hinir skipverjarnir fjórir fórust, þeir Engilbert Eiðsson, Hjörtur R. Jónsson, Pétur Sigurðsson og Valur Smári Geirsson. Sundið er einnig haldið til minningar um þá og aðra sem hlotið hafa vota gröf hér við land.

Ári eftir hið hörmulega sjóslys fór Guðlaugssund fyrst fram í Sundlaug Vestmannaeyja og frá 2005 hefur það einnig verið haldið á höfuðborgarsvæðinu. Mér hlotnaðist sá heiður að vera boðin þátttaka í Laugardalslaug í morgun. Einvalalið stakk sér þá til sunds og margir lögðu alla leiðina að baki, sex kílómetra hver. Sum okkar lögðu styttri vegalengd að baki og sjálfur synti ég einn kílómetra. Ég þakka þeim sem hafa skipulagt þennan fallega minningarviðburð í áranna rás.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst