Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann í janúar að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að fara yfir stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Sá fundur var sl. mánudag í heilbrigðisráðuneytinu.
Á fundinum var farið yfir mönnun grunnþjónustu HSU í Vestmannaeyjum og stöðu starfsstöðvarinnar almennt. Staða sjúkraflugs og sjúkraþyrlu var rædd og hvort fyrirsjáanlegar breytingar væru að staðsetningu og þjónustu sjúkraflugvélar/sjúkraþyrlu.
Þá var uppbygging á nýju hjúkrunarheimili við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum rædd og óskað eftir áframhaldandi samtali um málið. Að endingu var farið yfir þá þjónustu sem sveitarfélagið er að veita eldri íbúum, þ.m.t. forvarnir, stuðning og aðra þjónusta sem gera öldruðu fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er.
Í niðurstöðu bæjarráðs segir að samtalinu verði haldið áfram og verða sendar ítarlegri upplýsingar varðandi ákveðna þætti þess sem rætt var á fundinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst