Það má segja að blóð, sviti og tár hafi runnið í íþróttamiðstöðinni í dag, þó aðallega sviti en í dag fór þar fram síðasta mótið í Intersport Þrekmeistaramótinu 2010, svokallað 5×5 mót. Alls vorum keppendur á annað hundrað en keppt var í einstaklingskeppnum karla og kvenna, liðakeppnum og parakeppni. Keppendur fóru út á ystu nöf í líkamlegri getu og átökin voru eftir því. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá keppninni og fleiri myndir.