Föruneyti G. H. verður með tónleika á Rósenberg mánudaginn 11. október klukkan 21. Hljómsveitin spilar einungis lög sem meðlimir hafa gaman af að spila. Gísli Helgason hefur samið töluvert af lögum á liðnum árum og flytur Föruneytið sum þeirra. Þar blandast saman jazz-blokkflautupopp og söngdansar eins og t. d. Kvöldsigling.