Fótboltastjörnurnar blása til veislu
16. júlí, 2015
Sunnudaginn 19. Júlí verður sannkölluð veisla á Hásteinsvelli. Eyjamenn fá Fjölnismenn í heimsókn í gríðarlega mikilvægum leik. Í hálfleik munu svo Fótboltastjörnurnar mæta á svæðið. Leikurinn er liður í söfnun fyrir Gleðigjafana sem eru á leið á leik í Ensku úrvalsdeildinni í Haust.
Rauða liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Stefán Róberts ©, �?li Jóns, Daníel Smára, Anton Sig, �?órhalli og Kidda Gogga �?jálfari: Snorri Rúts
Hvíta liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Guðni Davíð ©, Katrín, Guðmundur Ásgeir, Birgir Reimar og Yngvi Borgþórs. �?jálfari: Heimir Hallgríms.
�?að er nokkuð ljóst að það mun mikið mæða á þjálfurum liðanna að halda spennustiginu niðri hjá leikmönnum því það er augljóslega mikið í húfi. Bæði lið eru hrikalega vel mönnuð. Snorri mun að öllum líkindum byrja með hápressu og reyna að vinna boltann ofarlega á vellinum svipað og Bayern Munchen hefur verið að gera undanfarin ár. Einnig er hann með gríðarlega teknískan og útsjónarsaman miðjumann í Kidda Gogga sem ætti að ná að tengja varnar og sóknarleik liðsins vel saman auk þess sem liðið er með snögga kantmenn í �?órhalli og Antoni. Stóra spurningarmerkið er hvar hann mun spila Stefáni sem er þeirra Stjörnuleikmaður, frábær hafsent en einnig mikill markaskorari. Daníel Smári byrjar líklegast frammi og mun að öllum líkindum ekki sjást inn á eiginn vallarhelmingi enda sóknarmaður að upplagi og líkist Sindra Grétars á velli.
Heimir er aftur á móti í meiri vandræðum með að stilla upp sínu liði þar sem að 4-2-2 uppstillingin hjá honum og Lars hefur verið að svínvirka en núna hefur hann ekki mannskap í það. Búist er við því að Hvíta liðið spili 1-2-1-1 tígulmiðju með Guðna Davíð(Balotelli) upp á topp. Hann er með gríðarlegt markanef og ekki skemmir fyrir að vera Gumma og Birgir Reimar á miðsvæðinu sem stíga varla feilspor. Yngvi Borgþórs og Katrín munu svo væntanlega byrja nokkuð varnarsinnað og passa upp á sterka sóknarlínu Rauða liðsins.
Sitjum því sem fastast í hálfleik og styðjum krakkana áfram og gerum þennan leik sérstakan og látum í okkur heyra. Ef þú lesandi góður nennir ekki á völlinn, komdu þá samt og gefðu krökkunum smá tíma af þínu lífi og þú verður ekki svikinn, Áfram ÍBV alltaf og alls staðar.
Fótboltastjörnurnar vilja þakka Godthaab, VSV, Ísfélagi Vestmannaeyja, �?lgerðinni og 900 grillhús fyrir frábæran stuðning og gera þennan leik að veruleika.
Kveðja Grétar �?ór, eigandi Handbolta og Fótboltastjarnanna.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst