ÍBV sigraði sinn fyrsta leik í Pepsi deild karla í dag þegar þeir mættu Víking í 6. umferð deildarinnar. Lokatölur urðu 3-2 en staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV.
Víkingar voru sterkari framan af leik en á 17 mínútu fékk ÍBV vítaspyrnu. Jonathan tók spyrnuna en Thomas Nielsen varði í horn. Hafsteinn Breim skoraði fyrir ÍBV eftir hornið.
Á 25. mínútu skoraði Aron Bjarnason annað mark ÍBV og Jonathan Glenn kom Eyjamönnum svo í 3-0 32. mínútu leiksins.
Á 69. mínútu minnkaði Igor Taskovic fyrir Víkinga, á 78. mínútu skoraði Taskovic sitt annað mark úr Vítaspyrnu og lengra komust Víkingar ekki og lokatölur 3-2.
Nánar verður fjallað um leikinn í blaði Eyjafrétta.