ÍBV vann í kvöld frábæran sigur á deildarmeisturum Gróttu, 25-22. Stelpurnar eru því komnar yfir í einvíginu um að komast í úrslitaleikinn um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins, ÍBV gerðu sig seka um marga tæknifeila í upphafi leiksins en upp úr miðjum hálfleik fóru ÍBV að taka öll völd á vellinum og spiluðu mjög vel. Vörnin lokaði vel á öflugt lið Gróttu og liðið var mjög ákveðið. Mest náði ÍBV þriggja marka forustu í fyrri hálfleik 12-9 en staðan í hálfleik var 12-10 ÍBV í vil.
Gróttu stelpur komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótt að jafna metin. Grótta komst fjórum mörkum yfir 16-14 þegar aðeins átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og virtist ekkert geta stöðvar þær á þessum tímapunkti. �?jálfarar ÍBV tóku þá leikhlé og náðu að stilla saman liðið sitt. ÍBV komst aftur inn í leikinn en stelpurnar voru að spila góða vörn sem skilaði sér í auðveldum mörkum. �?löf Kolbrún Ragnarsdóttir var að verja vel í marki ÍBV og oft á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Lokatölur voru 25-22 og ÍBV komið með yfirhöndina í einvíginu.
Áhugavert er að aðeins fjórir leikmenn ÍBV skoruðu mörkin 25, en það voru þær; Vera Lopes 11, Ester �?skarsdóttir 6, Drífa �?orvaldsdóttir 5 og Telma Silva Amado 3.
Við ætlum að taka þetta
Ester �?skarsdóttir, fyrirliði ÍBV var að vonum sátt þegar blaðamaður Eyjafrétta heyrði í henni eftir leikinn og var hún virkilega ánægð með leik liðsins í kvöld. ,,Leikurinn var virkilega góður hjá okkur og ég get ekki annað en verið himinlifandi.”
Bjóstu við að þið yrðuð yfir í einvíginu á þessum tímapunkti? ,,Já við ætluðum okkur alltaf að vera það, við vissum að við þurftum að sigra útileik og því fyrr því betra nú erum við með yfirhöndina og það verður ekki auðvelt fyrir þær að mæta til Vestmannaeyja á fimmtudaginn því við ætlum að fylla höllina. �?etta er alls ekkert flókið við ætlum að taka þetta,” sagði Ester í sigurvímu