Gríðarleg spenna og góð stemmning var á fyrsta móti Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum sem fram fór á Ingólfshvoli í Ölfusi sl. fimmtudag, þar sem keppt var í fjórgangi. Sigurður Sigurðarson og Ylur frá Akranesi sigruðu nokkuð óvænt á mótinu. Þeir félagar fóru löngu leiðina á toppinn, höfnuðu í B úrslitum eftir forkeppnina en báru síðan af í A úrslitum og sigruðu örugglega.
Eftir forkeppnina voru Jakob Sigurðsson á Erni frá Grímshúsum og Svanhvít Kristjánsdóttir á Kaldalóns frá Köldukinn efst og jöfn með 6,93 í einkunn. Fast þar á eftir kom Hulda Gústafsdóttir á Tóni frá Hala. Þessir þrír hestar voru sigurstranglegastir eftir forkeppnina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst