Um helgina fór fram aðalkeppni í Stíl 2009 en það er keppni í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Keppnin er á milli félagsmiðstöðva um allt land en fulltrúar Eyjanna voru fjórar hressar stelpur sem höfðu unnið undankeppni hér heima. Árangur fjórmenninganna er glæsilegur en þær fengu sérstök hönnunarverðlaun fyrir Andrésar Andar kjól sinn sem þær hönnuðu.