Frábær sigur á KR-ingum
8. ágúst, 2012
Eyjamenn eru að komast á fullt í toppbaráttu Pepsídeildarinnar. Það gerð ÍBV með stórgóðum sigri í kvöld á KR en lokatölur urðu 2:0. Mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum en Eyjamenn léku einum leikmanni fleiri í rúmar 80 mínútur eftir að markverði KR-inga var vikið af leikvelli. ÍBV var mun betri aðilinn í leiknum og KR-ingar sáu í raun aldrei til sólar í leiknum enda áttu þeir aðeins þrjú skot að marki ÍBV á meðan ÍBV skaut 20 sinnum að marki KR-inga.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst