Í gærkvöldi hélt tónlistarhópurinn Mandal tónleika í Friðrikskapellu í Reykjavík. Í hópnum eru fjórir listamenn. Fyrst skal telja Báru Grímsdóttur sem um hríð var tónlistarkennari í Eyjum, þá Chris Foster og svo bakarahjónin frábæru Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson. Öll syngja þau frábærlega, ýmist einradda eða margradda og leika undir á gítara, langspil, hörpu og fleiri hljóðfæri.