Það var lítil spenna í leik ÍBV og Fram í lokaleik 13. umferðar Olísdeildar kvenna í dag. Leikið var í Eyjum. Gestirnir komust í 6-0 en Eyjaliðið skoraði sitt fyrsta mark þegar rúmlega 13 mínútur voru búnar af leiknum. Staðan í leikhléi var 14-10 fyrir Fram.
ÍBV náði að minnka muninn í þrjú mörk um miðjan síðari hálfleik en nær komust þær ekki og Fram jók forystuna á nýjan leik og þegar yfir lauk höfðu þær gert 25 mörk gegn 17 mörkum Eyjakvenna. ÍBV er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar með 6 stig. Ásta Björt Júlíusdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir og Birna María Unnarsdóttir voru markahæstar í ÍBV, en hver þeirra gerði 3 mörk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst