Fram í heimsókn í dag
23. júní, 2013
ÍBV tekur á móti Fram í 8. umferð Pepsídeildar karla í dag á Hásteinsvelli en leikurinn hefst klukkan 17:00. Fram er í sjöunda sæti deildarinnar, með 11 stig en ÍBV er sæti ofar með 12 stig. Leikurinn er því báðum liðum afar mikilvægur en sigur myndi halda öðru hvoru liðinu við topp deildarinnar. Fram skipti um þjálfara á dögunum en Ríkharður Daðason tók við stjórnartaumunum. Hann hefur farið vel af stað, hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum og unnið báða.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst