Fjórir efstu frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, þau Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Vilhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins mæta í Ásgarð í dag klukkan 16.00 og fara þar yfir áherslur sínar og flokksins í komandi þingkosningum. En með Guðrúnu verða þau Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður og lögfræðingur, sem skipar þriðja sætið og Gísli “okkar” Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn í Eyjum og skipar fjórða sætið á lista flokksins í suðurkjördæmi.
Það brennur ýmislegt á þeim sem þau hlakka mikið til að fjalla um, en ekki síður hlakka þau til að hitta á Eyjamenn og heyra frá þeim hvaða áherslur og hvaða sýn þeir hafa á framtíð Eyjanna og framtíð lands og þjóðar.
Komdu í kaffi, konfekt og kex og taktu þátt í opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í Ásgarði klukkan fjögur í dag – það eru allir hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst