Í ljósi aðstæðna sem Vestmannaeyingar eru í vegna öskufalls er fyrirhuguðum framboðsfundi Suðurland FM sem vera átti þriðjudaginn 18. maí í Höllinni, frestað til mánudagsins 24. maí kl. 16 í Höllinni. Fundaröðin hefst þess í stað í Rangárþingi Eystra 19. maí í Hvolnum kl. 20 á Hvolsvelli og heldur sínu striki þar eftir.