Það styrkir samfélagið okkar og eykur tiltrú allra á að Vestmannaeyjar geti haldið áfram að vaxa og dafna, þegar bæði fyrirtæki og einstaklingar eru tilbúnir að fjáfesta og framkvæma jafn mikið og raun ber vitni. Við erum svo heppin að búa í samfélagi sem er fullt af tækifærum og óendanlegri fegurð og auðlindum allt í kring.
Sterk staða bæjarsjóðs undanfarin ár
Ofaná þetta hefur sterk staða bæjarsjóðs undanfarin ár gefið tilefni til mikilla framkvæmda, þar sem lögð hefur verið áhersla á að búa til hagkvæmari og skilvirkari þjónustu fyrir bæjarbúa. Það hefur verið innspýting inn í samfélagið og hjálpað til að búa til góðan jarðveg til að byggja á. Í dag búum við enn við þann munað að geta haldið uppi framkvæmdarstiginu og eru margar framkvæmdir á lokametrunum sem fóru af stað fyrir nokkrum árum, einhverjar nýjar að hefjast og aðrar í pípunum.
Ber þar helst að nefna:
Mikið byggt af íbúðum
Það þarf að leita tugi ára aftur í tímann til að finna eins miklar framkvæmdir af íbúðum líkt og nú eru í smíðum. Nánast allar íbúðarlóðir eru að klárast og fer þörfin fyrir nýtt íbúahverfi við malarvöllinn að verða raunhæfur kostur í náinni framtíð. Það fer því að verða aðkallandi að setja aukinn kraft í að undirbúa og hanna hverfið enda mikilvægt að vanda vel til verka á þessum spennandi reit.
Íþróttasvæðið
Á íþróttasvæðinu hefur mikið gengið á undanfarin ár, Herjólfshöllin sem er stækkanleg, útisvæði við sundlaugina, nýtt íþróttahús, stúka við Hásteinsvöll og fleira hefur komið íþróttalífinu vel. Á næstunni mun vonandi eiga sér stað umræða um framtíðarplön á þessu svæði og víðar enda er núna klár áfangaskýrsla frá hópi sem myndaður var fyrir þó nokkru síðan um þessi mál.
Bjart framundan í Eyjum
Það er freistandi þegar verið er að ræða framkvæmdir að nefna eitthvað af þeim spennandi framkvæmdum sem eru í pípunum þó að það sé ekki á vegum sveitarfélagsins. Til dæmis: Baðlónið á hrauninu, fiskeldi á landi, framkvæmdir í gamla símahúsinu, fiskvinnsla í botni við Friðarhöfn og nýr vegur þar um og svona mætti sem betur fer lengi telja enda listinn alls ekki tæmandi. Það má því með sanni segja að það sé bjart framundan í Eyjum.
Gleðilegt sumar,
Trausti Hjaltason,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst