Á árlegu goskaffi ÁTVR sunnudaginn 26. janúar í Bústaðakirkju lýsti Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri áformum um hótel og baðlón ofan við Skansfjöruna. Stórhuga framkvæmdir sem Kristján Ríkharðsson stendur að en hann ásamt eiginkonu sinni. Margréti Skúladóttur Sigurz hafa víða látið til sín taka í Vestmannaeyjum. Gerðu upp gamla pósthúsið, Bása og byggðu hús vestur á Hamri sem ætluð eru ferðamönnum.
„Nú er það baðlón og fimm stjörnu hótel og hafa erlendar hótelkeðjur áhuga á að taka þátt í þessu með þeim. Allt að 90 herbergja hótel, byggt inn í hlíðina og útsýni úr öllum herbergjum er Heimaklettur, Ystiklettur, Klettsvíkin, innsiglingin og Eyjafjallajökull. Einstakt útsýni sem er ástæðan fyrir áhuga erlendis frá þó ekki fáist uppgefið hverjir þeir eru. Baðlónið kemur til hliðar og er gríðarlega spennandi. Það er einstakt að því leytinu til að það er byggt á nýju hrauni og með þetta útsýni, það sama og á hótelinu.“
Hótel og baðlón með einstöku útsýni
Íris sagði að hótelið yrði ekki í samkeppni við önnur hótel og gististaði í Eyjum því hótel í þessum klassa séu einfaldlega ekki til í Vestmannaeyjum. „Við fáum mikið af ferðamönnum sem eru tilbúnir að borga. Koma með þyrlum og fara einir í siglingu með Ribsafari en gista ekki í Eyjum. Nýja hótelið gæti breytt því.
Áætlað er að byggja lón og hótel samtímis og verði þau tilbúin 2028. Samtímis halda framkvæmdir áfram við Laxey. „Það er framkvæmd upp á allt að 60 milljarða og áætlað er að slátra rúmum 30.000 tonn af laxi á ári. Gert er ráð fyrir að hótel og baðlón séu fjárfesting upp á fimm til sex milljarða. Þannig að þetta eru um hátt í 70 milljarðar fjárfesting á nýja Hrauninu. Þetta segir okkur það, að þið verðið öll að koma heim,“ sagði Íris og uppskar hlátur. Að lokum þakkaði hún öllum sem gerðu okkur sem byggja Heimaey kleift að flytja til baka eftir gos og byggja þessa blómlegu og fallegu Eyju á ný.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst