Framkvæmdir við Vigtartorg voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á Vigtartorgi. Fram koma að undirstöður fyrir siglutré erum komnar, búið er að panta leiktæki og verið er að hanna lagnaleiðir í jörðu. Arkitekt er að teikna yfirborðaefni og farið verður í að leggja það fyrir sumarið. Í meðfylgjandi skjali má sjá nokkrar afstöðumyndir.
Vigtartorg Vestmannaeyjum ásýndarmyndir 3d fra acad.pdf
Samkvæmt meðfylgjandi teikningu er gert ráð fyrir miklum breytingum á svæðinu. Þar má meðal annars sjá yfirbyggt útisvið, sölubása, legurbekki, fjölbreytt leiktæki, sögutorg um hina ýmsu atburði í Vestmannaeyjum og margt fleira. (hægt er að stækka myndina með að smella á hana)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst