Framkvæmdirnar unnar í óleyfi
25. janúar, 2007

�?�?etta hlýtur að vera einhver misskilningur því umræddar teikningar komu fyrst til okkar í dag [þriðjudag],�? segir Kristján Einarsson slökkviliðsstjói Brunavarna Árnessýslu en hann vill ekki að öðru leyti tjá sig um málið.

Framkvæmdir við safnið hófust snemma á síðasta ári og standa þær enn yfir. Áformað er að opna safnið um mánaðamótin febrúar-mars en safnið verður til húsa í 1.200 fermetra rými á annarri hæð húsnæðisins sem hýsir Draugasetrið.

Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Árborgar, segir bæjaryfirvöld fyrst hafa óskað eftir umsögn slökkvliðsstjóra 16. maí í fyrra og sú ósk hafi síðar verið ítrekuð.

Benedikt G. Guðmundsson, einn aðstandenda Álfa- trölla og norðurljósasafnsins, sagðist koma af fjöllum þegar Sunnleska bar fréttina undir hann. �?Við vitum ekki betur en að við höfum farið að öllum settum leikreglum hvað þetta varðar og við höfum ekki fengið neina meldingu sem bendir til annars,�? segir Benedikt.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst