Fulltrúar A-listans lögðu fram eftirfarandi bókun; �?að veldur miklum vonbrigðum að tillaga A-listans um hækkun á styrk til Stígamóta um 30% skuli vera felld af sjálfstæðismönnum sem hafa ákveðið að lækka styrkinn um 50% á milli ára. Einkum í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um aukið kynbundið ofbeldi í þjóðfélaginu. Minnihluti A-listans telur að sveitarfélagið eigi að axla samfélagslega ábyrgð með því að styðja myndarlega við þessi samtök sem þjóna jafnt Hvergerðingum sem öðrum landsmönnum.
Að auki felldu sjálfstæðismenn tillögur A-listans um lækkun á hundaleyfisgjöldum.
Fulltrúar A-listans sáttu hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlun með bókun,
Fjárhagsáætlun sú sem bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna leggja hér fram endurspeglar það mikla uppbyggingarstarf sem fram fór á síðasta kjörtímabili undir forystu bæjarfulltrúa Samfylkingar og Framsóknar. Núverandi meirihluti sjálfstæðismanna tekur því við góðu búi þar sem gert er ráð fyrir að tekjur bæjarins aukist um 19% miðað við fjárhagsáætlun ársins 2006. �?etta er afrakstur af markvissri fjármálastjórnun fyrrverandi meirihluta, góðri samningagerð og skarpri pólitískri framtíðarsýn. Ljóst er að kostnaður bæjarins á árinu 2007 mun aukast um 24% miðað við fjárhagsáætlun ársins 2006. Benda má á að forsendur útreikninga sem leiða til mikillar hækkunar á reiknaðri leigu grunnskólans vegna afnota af íþróttamannvirkjum eru umdeilanlegar. Einkum í því ljósi að íþróttahúsið og sundlaugarhúsið voru byggð sem skólamannvirki á sínum tíma með þátttöku ríkisins. �?rátt fyrir annmarka á þessari áætlun og lítinn samstarfsvilja af hendi sjálfstæðismanna vonast bæjarfulltrúar A-listans til að áætlunin standist og afkoma bæjarfélagsins haldi áfram að batna á næsta ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst