Í 15 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottunin er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.
Þetta kemur fram á heimasíðu Creditinfo þar sem skilyrði fyrir veitingunni. Meðal þeirra eru lánshæfi, ársreikningi sé skilað á réttum tíma og að fyrirtækið sé virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo. Einnig eru skilyrði um rekstrartekjur og rekstrarhagnað, jákvæða niðurstöðu reikningsárin 2021 til 2023 og eiginfjárhlutfall skal a.m.k. vera 20% reikningsárin 2021 til 2023 og að eignir nái áveðnu lágmarki sömu ár.
Þau fyrirtæki sem hlutu viðurkenninguna í Eyjum í ár:
Vinnslustöðin hf., Ísfélag hf., VSV Seafood Iceland ehf., Bergur-Huginn ehf., Bergur ehf., Ós ehf., Skipalyftan ehf., Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf., Karl Kristmanns umboðs- og heildverslun ehf., Bylgja VE 75 ehf., Faxi ehf., Frár ehf., HS Vélaverk ehf., Grímur kokkur ehf., S.B. Heilsa ehf., Narfi ehf., Einsi Kaldi Veisluþjónusta ehf., Kvika ehf.útgerð og Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf.
Ísfélagið
-Lítil starfsmannavelta eykur stöðugleika
„Félagið er stolt af því að vera Framúrskarandi fyrirtæki. Ástæða þess er fyrst og fremst öflugir og reynslumiklir stjórnendur hjá félaginu. Lítil starfsmannavelta er hjá félaginu og eykur það stöðugleika og ákvarðanatöku til framtíðar. Félagið sinnir nýsköpun og rannsóknum, sýnir samfélagsábyrgð og leitast við að vera eflandi afl í nærsamfélögum sínum,“ sagði Guðmundur Jóhann Árnason, verkefnastjóri mannauðs- samfélags- og umhverfismála hjá Ísfélagi hf.
Er þetta í áttunda skiptið sem félagið fær viðurkenninguna. „Þetta sýnir metnað í rekstri félagsins og að það hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Fjöldi starfsmanna telur um 350 manns í landi og á sjó og á því byggjum við starfsemina.“
Miðstöðin
-Viðurkenning sem heldur okkur á tánum
„Við erum mjög stolt af þessari viðurkenningu, að vera Framúrskarandi fyrirtæki og það áttunda árið í röð,“ segir Marinó Sigursteinsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Miðstöðvarinnar sem er eitt nítján fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem hlaut viðurkenninguna í ár. „Annað í þessu er að þú kemst ekki inn nema að standast skilyrðin í þrjú ár. Ef við dettum út tekur það okkur þrjú ár að komast inn aftur.“
Creditinfo veitir viðurkenninguna, Framúrskarandi fyrirtæki með ákveðnum kröfum og Keldan og Viðskiptablaðið veita viðurkenningu fyrir hagnað. „Við höfum fengið viðurkenningar frá þeim báðum öll átta árin. Þetta er ekki bara stoltið, viðurkenningarnar halda okkur á tánum og að gera betur á hverju ári. Þess vegna er ég mjög montinn og í skýjunum með þessar viðurkenningar. Þær sýna að við erum á réttri braut og handverkið er á uppleið hér í Vestmannaeyjum. Í dag vinna 23 hjá Miðstöðinni og níu eru að læra pípulagnir í Framhaldsskólanum sem er ekki bara styrkur fyrir okkur heldur bæjarfélagið allt. Við erum með frábært starfsfólk og það ber að þakka. Án þeirra næðum við ekki þessum árangri,“ segir Marinó sem er bjartsýnn á framtíðina.
„Það styttist í að ég dragi mig í hlé en það eru öflugir menn sem taka við. Verkefnin eru næg og veltan eykst með hverju árinu þannig að ég er sáttur þegar ég lít til baka.“
Skipalyftan
-Lykillinn er gott starfsfólk og traustir viðskiptavinir
Skipalyftan er eitt fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem tók við viðurkenningu frá CreditInfo fyrir að vera Framúrskrandi fyrirtæki. „Þetta er 11. árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu og erum við mjög þakklát fyrir það,“ segir Stefán Örn Jónsson, framkvæmdatjóri Skipalyftunnar. „Árangurinn má fyrst og fremst þakka góðu starfsfólki og ekki síður traustum og góðum viðskiptavinum í Vestmannaeyjum og víðar.“ Vinnslustöðin hefur í áraraðir hlotið viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo. Það er ánægjuleg viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins. Vinnslustöðin hefur verið ört stækkandi félag sem hefur undanfarin ár leitast við að styrkja stöðu sína á afurðamörkuðum með eigin söluneti, sem vel hefur reynst. Það hefur styrkt stöðu þess sem ein af undirstöðum atvinnurekstrar í Eyjum. Fjöldi starfsfólks: Sjómenn 120 Í landi í Vestmannaeyjum 240 Í landi utan Vestmannaeyja 80 Samtals 440 Alls vinna 440 hjá Vinnslustöðinni hf. þar af eru sjómenn 120. Lítil starfsmannavelta eykur stöðugleika Ánægjuleg viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsfólk Sigursteinn Leifsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum afhendir Stefáni Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Ísfélagsins hf. stóra tertu í tilefni viðurkenningarinnar. Á myndinni má sjá Jón Viðar Stefánsson, stjórnarmann í Skipalyftunni, taka við viðurkenningunni fyrir hönd Skipalyftunnar.
Vinnslustöðin
-Ánægjuleg viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsfólk
Vinnslustöðin hefur í áraraðir hlotið viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo. Það er ánægjuleg viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins. Vinnslustöðin hefur verið ört stækkandi félag sem hefur undanfarin ár leitast við að styrkja stöðu sína á afurðamörkuðum með eigin söluneti, sem vel hefur reynst. Það hefur styrkt stöðu þess sem ein af undirstöðum atvinnurekstrar í Eyjum. Fjöldi starfsfólks: Sjómenn 120 Í landi í Vestmannaeyjum 240 Í landi utan Vestmannaeyja 80 Samtals 440.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst