Samgöngustofa hefur gefið út ákvörðun sem gildir um flug allra dróna (fjarstýrðra loftfara), óháð þyngd þeirra. Í henni er fjallað um leyfilegar hámarkshæðir og flug þeirra í nágrenni flugvalla.
1. Samkvæmt ákvörðuninni er óheimilt að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu. Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru undanþegnir þessari hæðartakmörkun, svo og þeir sem stunda rannsóknaflug í vísindaskyni.
2. Ef fljúga á dróna nálægt flugvelli þarf til þess leyfi rekstaraðila vallarins. Slíkt leyfi þarf til flugs innan 2 km frá svæðamörkum allra áætlunarflugvalla. Fyrir aðra flugvelli gildir áfram regla um 1,5 km frá svæðamörkum.
Til glöggvunar hafa verið útbúin kort yfir þau svæði sem falla innan 2ja km frá mörkum Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar.
�?rátt fyrir þessa takmörkun er heimilt að fljúga drónum án sérstaks leyfis ef þeir fara ekki hærra en hæstu mannvirki í næsta nágrenni við flugferil drónans. Alltaf skal þó sýna ítrustu varkárni og hafa í huga að drónar skulu ávallt víkja fyrir annarri flugumferð.
3. Alltaf þarf samþykki frá rekstaraðila flugvallar ef fljúga á dróna innan flugvallasvæðisins.
Veruleg þörf hefur verið á skilgreindum reglum um drónaflug til að tryggja flugöryggi. �?ví hefur Samgöngustofa gefið þessa ákvörðun út og verður hún í gildi þangað til reglugerð um notkun og starfrækslu dróna hefur fengið samþykki ráðherra. Slík reglugerð hefur verið í vinnslu og er nú til umsagnar hjá innaríkisráðuneytinu.
Til viðbótar vill Samgöngustofa minna á tilmæli sín til þeirra sem nota dróna. Í þeim koma fram ábendingar um ábyrgð og aðgæslu þeirra sem fljúga drónum svo notkun þeirra skapi ekki hættu fyrir fólk eða dýr.