Fréttatilkynning frá ÍBV íþróttafélagi - Arnar í tímabundið leyfi
15. janúar, 2016
Arnar Pétursson, þjálfari meistaraflokks karla í handbolta, hefur ákveðið að taka sér tímabundið leyfi frá þjálfun.
Ákvörðun þessi er tekin í fullu samráð við forsvarsmenn ÍBV en ástæða hennar er sú að grunur er um einelti innan æfingahóps félagsins.
Tekið skal fram að Arnar tengist því máli ekki sem þjálfari en hann taldi rétt að víkja á meðan utanaðkomandi fagaðili væri fenginn til að gera formlega eineltisathugun og leiðbeina félaginu um framhaldið.
Við viljum beina því til fólks að gefa forráðamönnum félagsins og fagaðilum ráðrúm til að vinna úr þessu máli og að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Fyrir hönd handknattleiksdeildar ÍBV,
Karl Haraldsson formaður
Fyrir hönd aðalstjórnar ÍBV íþróttafélags,
Íris Róbertsdóttir formaður
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst