Í dag skrifaði Kaj Leó í Bartalsstovu undir tveggja ára samning við ÍBV. Kaj Leó er 25 árá landsliðsmaður Færeyja og hefur m.a. spilað með félagsliðum í Færeyjum, Noregi, Rúmeníu og Íslandi. Kaj Leó er öflugur kantmaður og er mikil eftirvænting að fá þennan �??frænda�?? okkar til Eyja og klæðast ÍBV treyjunni næsta sumar.