Í vikunni gerði knattspyrnudeild karla ÍBV könnun varðandi áhuga á rútuferðum, annars vegar frá Eyjum á föstudag til að ná báðum leikjum og hins vegar á laugardag.
Ferðin frá Eyjum á föstudag hlaut dræmar undirtektir og verður því aðeins hópferð frá Eyjum á laugardag.
Miðasala í ferðina fer fram á skrifstofum ÍBV, og kostar 2000 kr í ferðina.
Innifalið eru einnig miðar í Herjólf, í ferð Herjólfs kl 11:00 frá Eyjum og kl 22:00 til Eyja.
Nauðsynlegt er að mæta með útprentun af miðakaupum á leik Vals og ÍBV af miði.is fyrir hvern miða í rútu og Herjólf.
ATH Takmarkað magn, sala hefst eftir hádegi á morgun (fimmtudag).
Við hverjum fólk til að fjölmenna á báða leiki ÍBV þessa miklu bikarhelgi og styðja liðin til sigurs. Áfram ÍBV
Knattspyrnuráð karla ÍBV