Fréttin var sú ágæt ein
eftir Ragnar Óskarsson
20. nóvember, 2024
Raggi Os 2022 Lagf Tms 2
Ragnar Óskarsson

Eins og maður verður oft hryggur þegar illar fréttir berast alls staðar að úr heiminum, verður maður glaður þegar góðar fréttir berast. Þannig barst okkur afar góð frétt í morgun. Góða fréttin var sú að annað skiptið í röð hafa stýrivextir verið lækkaðir, og þó nokkuð. Þetta er gert nú vegna þess að verðbólgan er á niðurleið. Ein meginástæðan fyrir því að verðbólgan er á niðurleið eru svo þeir kjarasamningar sem verkalýðshreyfingin náði fram síðast. Aðkoma ríkisvaldsins að þessum kjarasamningum var fjölþætt og mikilvæg og má segja að hún hafi ráðið úrslitum um að hægt var að semja. Þessi aðkoma ríkisins var fyrst og fremst undir forystu Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ráðherrar Vinstri grænna töldu að eina leiðin til að skapa frið á vinnumarkaði, lækka verðbólgu og vexti væri aðkoma stjórnvalda. Það tókst og nú sér almennt launafólk í landinu vonandi fram á bjartari tíð.

Þetta sagði forseti ASÍ í morgun þegar hann var spurður hvort þakka mætti kjarasamningunum um lækkun verðbólgu og vaxta nú: „Já, já, bara að stærstum hluta því að það eru kjarasamningarnir sem komu ró á markaðinn og sýndu fyrirsjáanleika. Þannig að það eru fyrst og síðast kjarasamningarnir sem að eru að byggja undir þetta, að við erum að keyra verðbólgu niður og þar með vexti.“

Viðbrögð formanns Samfylkingarinnar voru hins vegar ekki eins jákvæð og forseta ASÍ. Hún taldi aðalvandamálið vera að ekki væri komið nóg til móts við „millistéttina“ eins og hún orðaði það. Hún minntist hvorki á láglaunafólk né ungt fólk sem á fáa sem enga möguleika til að eignast þak yfir höfuðið. Hún hefur greinilega engar áhyggjur af því fólki.

Góða fréttin sem ég hef hér gert að umtalsefni er að mínu mati dæmi um að Vinstri græn hvika ekki og munu ekki hvika frá þeirri stefnu að berjast fyrir bættum kjörum almennings í landinu.

Flestir aðrir flokkar bjóða nú fyrir kosningar upp á alls konar flugeldasýningar og segjast ætla að gera allt fyrir alla. Slíkt og því um líkt gengur einfaldlega ekki upp.

Vinstri græn kjósa frið, samheldið samfélag, náttúruna og kvenfrelsi.

Verum vinstra megin! Kjósum X  V

 

Ragnar Óskarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst