Friðrik Stefánsson leggur skóna á hilluna
26. janúar, 2014
Eyjamaðurinn Friðrik Erlendur Stefánsson hefur ákveðið að hætta í körfubolta en þetta kemur fram á vefnum Karfan.is. Friðrik sleit barnskónum í körfunni með Tý í Vestmannaeyjum, áður en hann gekk í raðir KR. �?aðan lá leiðin norður til Akureyrar áður en hann fór vestur til Ísafjarðar og lék tvö tímabil með KFÍ. Eftir það, 1998 gekk hann í raðir Njarðvíkur, hvar hann hefur leikið síðan. Friðrik er án efa sá Eyjamaður sem náð hefur lengst í körfuboltanum, enda var hann um tíma landsliðsfyrirliði, fyrirliði stórliðs Njarðvíkur og eins og gefur að skilja, lykilmaður í báðum liðum.
Friðrik segir að heilsan leyfi ekki áframhaldandi spilamennsku. �??�?etta hófst svona fyrir alvöru fyrir ári síðan, ca janúar 2013 og ég hef meira og minna verið síðan þá að spila hnjaskaður að einhverju leyti. Kálfi, ökkli, nári og þetta er allt svo byrjað að tengjast saman. �?annig að ég hreinlega verð bara að segja staðar numið í boltanum,” sagði Friðrik í samtali við Karfan.is.
�??�?egar þetta er byrjað að hafa áhrif á mig í mínu daglega lífi og vinnunni þá held ég að sé bara nóg komið. �?g skil við liðið núna í fínum höndum. �?að er komin einn vel kjötaður í teiginn til að taka við keflinu og ég er þokkalega sáttur við minn feril,” sagði �??Heimakletturinn” eins og hann var jafnan kallaður.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst