Venju samkvæmt afhenti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson fálkaorðuna á Nýársdag. Í ár fengu ellefu Íslendingar fálkaorðuna. Þar af einn Eyjamaður en það var Friðrik Ásmundsson, fyrrum skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum en orðuna hlaut Friðrik fyrir framlag sitt til öryggismála og menntunar skipstjórnarmanna, og er vel að því kominn.