Metabolic námskeiðin hafa slegið í gegn í Eyjum en Íris Sæmundsdóttir sá um námskeiðin fyrir áramót í Týsheimilinu. Fjölmargir Eyjamenn létu slag standa og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú er Íris að fara af stað aftur og ætlar að bjóða í fría prufutíma í þessari viku. Á morgun, þriðjudag verður tími klukkan 12:00, á miðvikudaginn 8:15 og fimmtudaginn klukkan 6:00. Fólk er beðið um að skrá sig í prufutímana á irissaem@gmail.com eða í síma 6955753.