Frístundakort verða ekki að veruleika
5. desember, 2014
Tillaga Eyjalistans um að 16 milljónum króna yrði varið í verkefni um stofnun frístundakorta var felld við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2015 á bæjarstjórnarfundi í gær. Meirihluti Sjálfstæðisflokks telur ekki forsvaranlegt að auka þannig útgjöld til íþrótta- og tómstundamála vegna mikillar óvissu í tekjuáætlun bæjarins.
Í bókun meirihlutans kemur fram að í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sé stefnt að því að hagræða um 1,5%, sem nemur 62 milljónum króna. Yrði tillaga minnihlutans um frístundakort samþykkt þyrfti að skera niður um 78 milljónir króna í rekstri bæjarins. �??Með hliðsjón af þessari stöðu hafnar meirihlutinn tillögunni, að minnsta kosti þar til sýnt verður fram á að rauntekjur komandi árs verði umfram það sem nú hefur verið áætlað,�?? segir í bókun sjálfstæðismanna.
Tillagan um frístundakort var eitt af aðal kosningamálum Eyjalistans. Hún gerir ráð fyrir að forráðamenn allra barna á aldrinum 6-16 ára geti sótt um frístundastyrki að upphæð 25.000 krónum, til að greiða niður gjöld af tómstundaiðkun. Markmið frístundakortanna er að tryggja aðgang allra barna að tómstundum óháð fjárhagslegri stöðu.
Jórunn Einarsdóttir, oddviti Eyjalistans, segir í samtali við Eyjafréttir.is að það séu mikil vonbrigði að tillögu um frístundakort hafi verið hafnað. �??Og ég held að það muni valda bæjarbúum og þá sérstaklega fjölskyldufólki miklum vonbrigðum,�?? segir Jórunn.
Á bæjarstjórnarfundinum í gær benti Jórunn á að tekjustofnar bæjarins væru ekki fullnýttir og lagði hún fram tillögu um að hækka útsvarsprósentu Vestmannaeyjabæjar úr 13,98% í 14,48%, sem hún hafi verið í allt síðasta kjörtímabil, til að koma í veg fyrir frekari hagræðingu hjá sveitarfélaginu. Tillagan var felld með 6 atkvæðum gegn einu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sagði við það tækifæri að fólk ætti sjálft að ráða því hvernig það fer með sína fjármuni. Í máli hans kom fram að það myndi skila Vestmannaeyjabæ 67 milljónum króna að hækka útsvarið aftur.
�??�?g geri mér fulla grein fyrir því að það eru alls ekki allir sammála mér um að hækka álögur á fólk og þess vegna lagði ég þessa tillögu fram ein,�?? segir Jórunn í samtali við Eyjafréttir.is en Stefán Jónasson, fulltrúi Eyjalistans, greiddi tillögunni ekki atkvæði.
-SJ
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst