Vorið 1969 var samið um að koma á fót lífeyrissjóðum fyrir launafólk á almennum vinnumarkaði í samningum atvinnurekenda, stéttarfélaga og stjórnvalda. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja var stofnaður 19. nóvember 1969 og hóf starfsemi 1. janúar 1970. Á þeim 47 árum árum sem liðin eru frá stofnun sjóðsins hafa orðið víðtækar breytingar í öllu þjóðfélaginu og þau stóru skref sem þá voru stigin eru sjálfsagður hluti af almennum réttindum á vinnumarkaði. Í desember sl. féllu frá með mjög stuttu millibili tveir af fyrrverandi forystumönnum í stéttarfélögum í Eyjum, en báðir komu þeir að Lífeyrissjóði Vestmannaeyja þegar á fyrstu starfsárum sjóðsins. Jón Kjartansson lést 13. desember sl., 86 ára að aldri og Elías Björnsson lést 26. des. sl., 79 ára að aldri.
Jón Kjartansson var kjörinn formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja vorið 1972 og skömmu síðar gjörbreyttist allt umhverfið hjá öllum Eyjamönnum með eldgosinu á Heimaey 1973 og þeim breytingum sem fylgdu í kjölfarið. Jón var formaður Verkalýðsfélags Vm. til 1999, en árið eftir sameinaðist félagið Verkakvennafélaginu Snót undir nafninu Drífandi stéttarfélag. Jón Kjartansson var fyrst kjörinn í stjórn Lífeyrissjóðs Vm. í ársbyrjun 1974 og sat í stjórn til ársloka 1976. Jón var síðan kjörinn á ný í stjórn sjóðsins af stéttarfélögum í Eyjum haustið 1981 og sat óslitið til vorsins 2002. Jón Kjartansson sat samtals 24 ár í stjórn sjóðsins, þar af í fjögur ár sem formaður stjórnar.
Elías Björnsson var kjörinn formaður í Sjómannafélaginu Jötni árið 1975 og gegndi embættinu í 32 ár, samhliða því að annast rekstur Alþýðuhússins. Elías var kjörinn í stjórn Lífeyrissjóðs Vm. vorið 1977 af stéttarfélögum sjómanna og átti sæti í stjórn sjóðsins til vorsins 2010. Elías sat samtals í stjórn sjóðsins í 33 ár, þar af fimm ár sem formaður stjórnar.
�?að er margs að minnast í löngu samstarfi við þá félaga Jón Kjartansson og Elías Björnsson í stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Á þessum langa tíma urðu gríðarlegar breytingar í öllu fjármálaumhverfinu og allt regluverkið í starfsemi sjóðanna varð flóknara. �?að var ekki lognmolla í kringum þá félaga og stundum var tekist á um starfsemi lífeyrissjóðanna. En markmiðið var og er enn það sama, að tryggja örugga og góða ávöxtun á fjármunum sjóðsins og réttindum sjóðfélaga. Auðvitað skiptust á skin og skúrir í ávöxtum á löngu tímabili, en góð samstaða stjórnar og stjórnenda ásamt áralangri gætni í fjárfestingum sjóðsins átti stóran þátt í því að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja þurfti ekki, einn fárra lífeyrissjóða að skerða réttindi sjóðfélaga í kjölfar banka- og efnahagshrunsins 2008.
�?för Elíasar Björnssonar fór fram frá Landakirkju laugardaginn 7. janúar að viðstöddu fjölmenni. �?tför Jóns Kjartanssonar fer fram frá Landakirkju næstkomandi laugardag, 14. janúar kl. 13.00.
Stjórn og starfsfólk Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja senda fjölskyldum og aðstandendum Jóns Kjartanssonar og Elíasar Björnssonar innilegar samúðarkveðjur með þökk fyrir góð samskipti á liðnum árum.
Arnar Sigurmundsson
form. stjórnar Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja.