Fyrir bæjarráði lá minnisblað þar sem settar eru fram hugmyndir að aðgangseyri í Eldheima. Bæjarráð samþykkir verðlagningu og það fyrirkomulag sem þar er sett fram. Enn fremur samþykkir bæjarráð að heimamönnum skuli standa til boða ársmiðar í Eldheima fyrir andvirði eins aðgöngumiða. �?annig gildi einn og sami miðinn í safnið í eitt ár. Fullt verð er 1900 krónur, fjölskylduverð 4900 krónur, eldri borgara og 10 til 18 greiða 1000 krónur, 10 ára og yngri í fylgd fá frítt og hópar, 15 eða fleiri borga 1500 krónur. Bæjarráð samþykkti ennfremur að öllum bæjarbúum skuli veitt gjaldfrjálst aðgengi fyrstu 5 dagana.