Í gær var fyrsta Eyjakvöldið haldið á Kaffi Kró en á þessum kvöldum koma nokkrir af tónlistarmönnum Eyjanna saman og leika Eyjalögin fyrir gesti og gangandi. Óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu því fullt var á tónleikunum í gær og mikil stemmning.