Fulltrúar voru upplýstir um sameiningu starfanna
4. janúar, 2016
Vegna skrifa fulltrúa E-listans um sameiningu starfs slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns vilja undirritaðir taka fram að framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar upplýsti okkur um fyrirhugaðar breytingar er varða sameiningu starfs slökkviliðsstjóra og starf eldvarnareftirlitsmanns. Líkt og hann hélt fram í grein sinni í Eyjafréttum.is og Eyjar.net. �?etta gerði hann, okkur til upplýsinga líkt og hann gerir með mörg önnur mál sem í gangi eru innan sviðsins, utan dagskrár, á fundum ráðsins. �?ví er rétt eins og fram kemur í grein framkvæmdastjóra að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar og einnig er rétt eins og fram kemur í skrifum fulltrúa E-listans að �??Ráðning slökkviliðsstjóra hafi aldrei verið rædd eða samþykkt af umhverfis og skipulagsráði eða hafnar og framkvæmdaráði. �?? Enda ber framkvæmdastjóra engin skylda til að leita samþykkis pólitískra fulltrúa á slíku þar sem starfsmannamál falla ekki undir valdsvið ráðsins. Hins vegar er alrangt að halda því fram að öðru hafi verið haldið fram í fjölmiðlum. Nauðsynlegt er að pólitískir fulltrúar vandi vinnu sína og greini rétt frá.
Sigursveinn �?órðarson
formaður framkvæmda og hafnaráðs
Jarl Sigurgeirsson
varaformaður framkvæmda og hafnaráðs.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst