Fundu lítilræði af kannabisefnum
3. febrúar, 2014
Vikan var að mestu leiti róleg hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum veitingastaði bæjarins og þurfti lögreglan lítli afskipti að hafa af þeim.
Eitt fíkniefnamál kom upp í liðinni viku, en við húsleit lögreglu í heimahúsi hér í bæ fannst lítiræði af kannabisefnum. Húsráðandinn viðurkenndi að vera eigandi þess efnis sem fannst og telst málið að mestu upplýst.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í síðustu viku og átti það sér stað um borð í Herjólfi. �?arna hafði hliðarspegill bifreiðar, sem verið var að aka um borð í skipið, lent utan í kyrrstæðri bifreið með þeim afleiðingum að lakk bifreiðarinnar sem, spegillinn lenti utan í, rispaðist.
Alls liggja sjö kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og eru allar kærurnar vegna ólöglegra lagninga nema ein, þar sem um er að ræða vanrækslu á að tryggja ökutæki.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst