Í vikunni voru 128 mál hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Fyrir of hraðan akstur voru 50 stöðvaðir í vikunni en sá sem hraðast ók var á 141 km. hraða. Einn var stöðvaður á bifreið sem hann hafði sett skráningarnúmer af annarri bifreið á. Slíkt brot varðar við hegningarlög.
Tveir minnihátta árekstrar voru í vikunni og svo féll ökumaður af fjórhjóli sínu á Hellu við veitingahúsið Kanslarann. Hann var fluttur á brott með sjúkrabifreið en ekki liggur fyrir um meiðsli hans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst