ÍBV er komið í 16 liða úrslit Visa bikarkeppninnar eftir fyrirhafnarlítinn sigur gegn Leikni. Liðin mættust í kvöld í veðurblíðunni á Hásteinsvellinum en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Eyjamenn skoruðu tvö mörk með mínútu millibili í fyrri hálfleik og höfðu leikinn í raun í hendi sér allan tímann. Lokatölur urðu 2:0 og er ÍBV því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum keppninnar næstkomandi mánudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst