Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja kynnti Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fyrirhugaða stækkun leikskólalóðar við leikskólann Kirkjugerði.
Í ljósi stækkunar leikskólans og aukins fjölda leikskólabarna er þörf á stærra leiksvæði orðin aðkallandi. Leikskólastjóri Kirkjugerðis og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa skoðað mismunandi útfærslur og telja að stækkun lóðarinnar til suðurs sé heppilegasti kosturinn.
Fram kom að ekki er þörf á viðbótarfjármagni vegna framkvæmdarinnar. Fræðsluráð samþykkti breytinguna og leggur áherslu á að farið verði sem allra fyrst í framkvæmdina. Málinu hefur verið vísað áfram til umhverfis- og skipulagsráðs til frekari afgreiðslu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst