Fyrirkomulag sundlauga eftir 18. maí

Sundlaugin í Vestmannaeyjum hefur verið lokuð frá 19. mars. Þá greindist starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar með kórónuveirusýkingu. Öðrum sundlaugum landsins var svo lokað 24. mars og hefur verið lokað síðan. Tilkynnt var í byrjun þessa mánaðar að þær yrðu opnaðar á ný 18. maí.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi leggja til að fjöldi sundlaugargesta fari ekki yfir helmingsfjölda þeirra gesta sem leyfi er fyrir, eða staðurinn getur tekið á móti. Einnig verði tveggja metra fjarlægðarmörk virt eins og kostur er.

„Hugmyndin er síðan hjá mér að það væri hægt að auka fjölda gesta fram til 15. júní, kannski í einu viðbótarskrefi en þá muni vonandi vera hægt að leyfa hámarksfjölda. Allt er þetta náttúrulega háð því að það gangi vel með faraldurinn áfram,“ sagði Þórólfur.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.