Fyrirliðarnir framlengja
12. mars, 2007

Báðir munu þeir leika með ÍBV í það minnsta næstu tvö tímabilin en á heimasíðu ÍBV segir að það sé mikill fengur fyrir ÍBV að semja við þá kappa. “�?etta eru gleðifréttir enda Páll ekki aðeins burðarás liðsins síðustu ár heldur einnig gríðarlegur karakter og verið einn öflugasti varnarmaður landsins. Páll er mikill Eyjamaður og ekki kom til greina að spila með öðru liði en ÍBV þrátt fyrir að hann stundi nám og vinnu í Reykjavík um þessar mundir.

“�?etta er mikill fengur fyrir félagið enda Bjarni Rúnar sá leikmaður sem stuðningsmenn ÍBV hafa bundið hvað mestar vonir við síðustu tvö ár. Bjarni sem hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu síðustu ár en hefur skorað 4 mörk í 49 leikjum fyrir meistaraflokk ÍBV. Bjarni Rúnar hefur verið fyrirliði ÍBV í vorleikjunum það sem af er og er þrátt fyrir ungan aldur einn af elstu leikmönnum liðsins,” segir á heimasíðu ÍBV.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst