Aðalfundur LÍÚ sem haldinn var í Reykjavík 28. og 29. október 2010 mótmælti harðlega hugmynd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að taka fyrirhugaða aukningu aflaheimilda í þorski, ýsu, gullkarfa, ufsa og síld af útgerðum og selja þær öðrum. Fréttir leituðu eftir viðbrögðum forsvarsmanna stærstu útgerðarfélaganna í Eyjum þ.e. Vinnslustöðvar og Ísfélagsins um hvaða þýðingu það hafi fyrir útgerðarfyrirtæki nái þessi samþykkt fram að ganga.