Fyrri ferð Herjólfs féll niður
30. desember, 2013
Fyrri ferð Herjólfs í dag, mánudaginn 30. desember, hefur verið felld niður. Er það gert vegna vinds og ölduhæðar við Suðurströndina en tilkynning verður send út klukkan 13:00 varðandi siglingu síðar í dag. Mikið rok hefur verið í nótt en vindhraðinn náði hámarki rétt eftir miðnætti, þegar meðalvindhraði á Stórhöfða náði 36 metrum á sekúndu en í verstu hviðunum fór vindhraðinn upp í 47 metra. �?rátt fyrir þennan mikla vind, hefur lögreglan ekki fengið tilkynningar um skemmdir, fyrir utan að saltkassar bæjarins hafi fokið til og að skottlok á pallbíl hafi fokið upp.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst