Fyrsta æfingin að baki
26. janúar, 2007


“Mér líst ofboðslega vel á hópinn í ár. �?að eru augljóslega spennandi tímar framundan,” segir Anna Svala Árnadóttir, danskennari en hún kemur að undirbúningi keppinnar. “Nú taka við reglulegar æfingar í göngulagi og danssporum undir minni umsjá. Í takt við þær mun Ingólfur Snorrason, eigandi Toppsport á Selfossi, hjálpa stelpunum að komast í gott form.”

Reynt var að endurvekja keppnina Herra Suðurland samhliða stúlknakeppninni en aðsókn piltana lét á sér standa, að sögn �?nnu. “Strákarnir eru miklu feimnari við að taka þátt. �?g vil hvetja þá hér og nú til þess að skella sér í slaginn svo hægt verði að halda herrakeppni á næsta ári eins og vonir eru bundnar við.”

Anna Svala segist sérstaklega ánægð með aldur keppanda í ár.”Flestar stúlkurnar eru tvítugar eða eldri, sem ég tel mjög gott. �?á hafa þær nefnilega náð fullum þroska bæði andlega og líkamlega,” segir hún en í ár var tveimur myndarlegum ungum stúlkum vísað frá vegna þess að þær þóttu ekki nógu gamlar. “�?egar stúlkur undir tvítugu sækjast eftir þátttöku er það metið eftir þroska hverrar og einnar. Oft kemur fyrir að við ráðleggjum stúlkum að bíða í eitt til tvö ár í viðbót, eins og raunin varð í þetta skiptið.”

Ásamt �?nnu Svölu koma Ásbjörn Jónsson, hótelstjóri Hótel Selfoss, og Bergsveinn Theódórsson, útvarpsmaður að undirbúningi keppninnar í ár.

Á síðasta ári var Sunna Stefánsdóttir, frá �?xnalæk í �?lfusi, krýnd Ungfrú Suðurland. /eb

Mynd: Hver er sætust?Frá vinstri talið: Sigríður �?löf Ríkharðsdóttir, Halla Margrét Viðarsdóttir, Jórunn Elva Guðmundsdóttir, �?órey Richardt �?lvarsdóttir, Stefanía �?orsteinsdóttir, Erla Fanný Gunnarsdóttir, Lovísa Ýr Guðmundsdóttir, Ester Bergmann Halldórsdóttir, Harpa Rún Garðarsdóttir, Linda Baldursdóttir, Rebekka Pálsdóttir og Sandra Steinþórsdóttir.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst