Fyrsta plata Foreign Monkeys í 10 ár
Hljómsveitin Foreign Monkeys

Foreign Monkeys sendir frá sér sína aðra breiðskífu, Return, 2. apríl nk. Er þetta fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar í 10 ár en fyrsta plata sveitarinnar Pí (π) kom einmitt út í apríl 2009.

Sveitin hóf gerð nýju Return árið 2011 og kláraði hana að mestu árið 2012. Sveitin fór svo í dvala en vaknaði úr honum í upphafi árs 2018 og luku meðlimir sveitarinnar við plötuna seinni part árs 2018.

Platan mun koma út á Spotify og öðrum tónlistarveitum sem og að hún verður pressuð á vinyl í takmörkuðu upplagi.

Fyrsti smáskífa plötunar mun svo koma út einhvern tíma á næstu vikum og heyrast á öldum ljósvakans, ásamt því vera aðgengileg á tónlistarveitum.

Sveitin mun halda útgáfutónleika í Vestmannaeyjum og í Reykjavík í tengslum við útgáfuna og hafa meðlimir sveitarinnar, þeir Víðir Heiðdal, Bogi Ágúst Rúnarsson og Gísli Stefánsson æft stíft undanfarnar vikur til að undirbúa tónleikahaldið.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.